Guus Hiddink knattspyrnustjóri Chelsea heldur fast við þá ákvörðun sína að stýra Lundúnaliðinu aðeins út tímabilið en Hollendingurinn, sem er landsliðsþjálfari Rússa, varð við ósk Roman Abramovich eiganda um að taka við stjórn liðsins eftir að Luiz Felipe Scolari var látinn taka poka sinn.
Undanfarna daga hefur hver leikmaðurinn á fætur öðrum hjá Chelsea biðlað til Hiddink um að halda áfram en undir hans stjórn hefur liðið rétt úr kútnum og er taplaust í þeim sjö leikjum sem liðið hefur spilað frá því hann tók við því.
,,Þeir kunna að skipta um skoðun hvað mig varðar þegar ég sit þá á bekkinn eða vel þá ekki í hópinn,“ sagði Hiddink með bros á vör við fréttamenn. En ég tók það skýrt fram fyrir nokkrum vikum og gerði það aftur nýlega hver framtíðin væri eftir 30. maí og ég þarf ekki að gera það aftur,“ sagði Hiddink en hans menn mæta Manchester City á sunnudaginn.