Alonso ekki með Liverpool - Tévez byrjar hjá United

Xabi Alonso er meiddur og spilar ekki gegn Manchester United.
Xabi Alonso er meiddur og spilar ekki gegn Manchester United. Reuters

Spánverjinn Xabi Alonso getur ekki leikið með Liverpool gegn Manchester United vegna meiðsla og tekur Lucas Leiva stöðu hans í liðinu. Rafael Benítez gerir tvær breytingar á liðinu sem kjöldró Real Madrid í vikunni. Leiva kemur inn fyrir Alonso og Albert Riera í stað Ryan Babels. Hjá United vekur athygli að Carlos Tévez tekur sæti Dimitar Berbatovs.

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri United gerir þrjár breytingar á liði sínu frá leiknum við Inter. Anderson, Park og Tévez koma inn í byrjunarliðið á kostnað Scholes, Giggs og Berbatovs.

Lið Man Utd: Van der Sar, O'Shea, Ferdinand, Vidic, Evra, Ronaldo, Carrick, Anderson, Park, Rooney, Tevez. Varamenn: Foster, Berbatov, Giggs, Nani, Scholes, Evans, Fletcher.

Lið Liverpool: Reina, Arbeloa, Carragher, Skrtel, Aurelio, Mascherano, Lucas, Kuyt, Riera, Gerrard, Torres. Varamenn: Cavalieri, Hyypia, Babel, El Zhar, Dossena, Insua, Ngog.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert