Steven Gerrard: Glæsilegur sigur

Leikmenn Liverpool fagna á Old Trafford í dag.
Leikmenn Liverpool fagna á Old Trafford í dag. Reuters

 Leikmenn Liverpool eru að vonum í sjöunda himni en í þessari viku hafa þeir unnið tvo glæsta sigra. Liverpool skellti Spánarmeisturum Real Madrid í Meistaradeildinni á Anfield, 4:0, og í dag sóttu þeir Englandsmeistara Manchester United á Old Trafford og unnu stórsigur, 4:1.

,,Þetta var glæsilegur sigur. Við sýndum gríðarlegan góðan karakter að koma til baka efir að hafa lent undir. Það gera fá lið á Old Trafford. Þetta var ansi þægilegt í lokin eftir að United missti manninn útaf og við náðum tveggja marka forskoti,“ sagði Steven Gerrard fyrirliði Liverpool eftir leikinn.

,,Við lékum allir eins og menn í dag og vonandi gefur þessi sigur okkar öðrum liðum sem mæta United trú á að þau geti sigrað,“ sagði Gerrard en þess má geta að United hefur ekki tapað deildarleik á Old Trafford með meiri mun síðan 1992 þegar liðið tapaði 4:1 fyrir QPR.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka