Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal hefur enn trú á því að Arsenal endi tímabilið með góðum hætti en eftir 4:0 sigur á Blackburn í dag náði Lundúnaliðið fjórða sætinu í úrvalsdeildinni. Liðið hefur jafnmörg stig og Aston Villa, sem á leik til góða, en markatala Arsenal er betri.
,,Það er mikill stígandi í liðinu. Það er góðu formi til að keppa á þrennum vígstöðum,“ sagði Wenger en lið hans er komið í átta liða úrslit í Meistaradeildinni og er einum leik frá því að komast í undanúrslitin í bikarnum.
,,Það er vel mögulegt að pressu hafi verið létt af liðinu eftir að við slógum Roma út í Meistaradeildinni. Liðið lék gegn Blackburn af miklu frjálsræði, það mikil flæði í spilinu og sá leikur sem liðið er þekkt fyrir að spila er kominn aftur. Ég hef fulla trú á mínu liði. Það á eftir eflast á næstu vikum en við fáum vonandi Cesc Fabregas fljótlega til baka úr meiðslum sem og Adebayor. Þá er Arshavin að aðlagast liðinu æ betur og markið sem hann skoraði í dag var dæmigert fyrir hann.“