Sami Hyypiä: Besta vikan síðan 2001

Hyypiä fagnar Fabio Aurelio eftir mark hans beint úr aukaspyrnu.
Hyypiä fagnar Fabio Aurelio eftir mark hans beint úr aukaspyrnu. Reuters

Finnska varnartröllið Sami Hyypiä segir að vikan sem er á enda sé sú besta sem hann hafi upplifað hjá Liverpool síðan árið 2001 en Liverpool burstaði Spánarmeistara Real Madrid í Meistaradeildinni á þriðjudaginn, 4:0, og lagði Englandsmeistara Manchester United, 4:1, á Old Trafford í gær en það er stærsti sigur Liverpool á Old Trafford síðan árið 1936.

,,Þetta er búin að vera frábær vika og sú besta síðan 2001 þegar við unnum nokkra bikara á einni viku,“ segir hinn 35 ára gamli Hyypiä á vef félagins en rétt fyrir leikinn í gær tók sæti í byrjunarliðinu þar sem Arbeloa meiddist í upphitun.

,,Við urðum að vinna þennan leik og gerðum það. Það er allir mjög ánægðir með þessi úrslit og ég er viss um að nokkur önnur lið eru líka ánægð. United er með fjögurra stiga forskot og á leik til góða. Það verður erfitt að vinna titilinn en við munum berjast til þrautar.

Við verðum að gera okkar besta og vinna þá leiki sem við eigum eftir og vona að United missi fleiri stig. Við verðum að hafa trúna og eftir þessa tvo frábæru sigra hefur sjálfstraustið aukið mjög til muna,“ segir Hyypiä, sem kom til Liverpool árið 1999 og hefur reynst félaginu ómetanlegur.


 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert