Giggs: Gerrard og Alonso frábærir

Vinnur Ryan Giggs enska meistaratitlinn í 11. sinn?
Vinnur Ryan Giggs enska meistaratitlinn í 11. sinn? Reuters

Ryan Giggs leikmaður Manchester United segir að Steven Gerrard og Xabi Alonso leikmenn Liverpool hljóti að koma sterklega til greina sem leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni. Sjálfur þykir Giggs líklegur kandítat og þá hafa Nemanja Vidic og Cristiano Ronaldo verið nefndir til sögunnar.

Giggs hefur aldrei orðið fyrir valinu sem leikmaður ársins en hann hefur orðið meistari í ensku úrvalsdeildinni oftar en nokkur annar eða 10 sinnum.

Gerrard og Alonso hafa verið frábærir á þessu tímabili,“ segir Giggs. ,,Frank Lampard hefur átt enn eitt góða tímabilið svo það eru nokkrir leikmenn sem hafa gert það virkilega gott,“ segir Giggs, sem stefnir að því að vinna 11. meistaratitilinn með Manchester United.

Takist United að hampa Englandsmeistaratitlinum jafnar liðið árangur Liverpool sem hefur orðið enskur meistari oftast allra liða eða 18 sinnum en Liverpool hampaði titlinum síðast árið 1990.

,,Það yrði auðvitað frábært því fyrir 15 árum síðan þá held ég að engum hefði dottið í hug að svo gæti gerst. Ég held að þetta hafi meiri þýðingu fyrir stuðningsmennina. Þetta er engin sérstök hvatning fyrir okkur. Þú ert ekkert að horfa á met fyrr en ferli þínum lýkur,“ segir Giggs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert