Kenny Dalglish, fyrrum leikmaður og knattspyrnustjóri Liverpool, segist afar ánægður með þá niðurstöðu að knattspyrnustjórinn Rafael Benítez hafi framlengt samning sinn um fjögur ár og sé nú samningsbundinn félaginu til ársins 2014.
,,Við höfum náð tveimur frábærum úrslitum í síðustu leikjum á móti Real Madrid og Manchester United og nú er það knattspyrnustjórinn - maðurinn sem við höfum mikla trú á að sér rétti maðurinn í starfið. Þetta eru frábærar fréttir sem koma í kjölfarið á frábærri viku,“ segir goðsögnin Dalglish á vef Liverpool.
,,Mér finnst tímasetningin á þessum tíðundum alveg meiriháttar og gefur Rafa nægan tíma til að undirbúa liðið fyrir næstu leiktíð, hvaða leikmenn hann vilji fá og huga af þeim breytingum sem hann vil sjá. Ég held að stuðningsmenn Liverpool geti ekki verið ánægðari á þessum tímapunkti.