United með Valencia í sigtinu

Antonio Valencia, tl hægri, í baráttu við Daniel Agger leikmann …
Antonio Valencia, tl hægri, í baráttu við Daniel Agger leikmann Liverpool. Reuters

Manchester United vill fá kantmanninn Antonio Valencia til liðs við sig í sumar frá Wigan og er reiðubúið að punga út 5 milljónum punda fyrir þennan 23 ára gamla landsliðsmann frá Ekvador af því er fram kemur í breska blaðinu Daily Mail í dag.

Sir Alex Ferguson er sagður vera mikill aðdáandi Valencia og hann reyndi að fá til liðs við sig síðastliðið sumar að því er umboðsmaður Valencia greinir frá í Daily Mail en Ekvadorinn hefur leikið með Wigan frá árinu 2006 við góðan orðstír.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert