Buðu Ian Rush á árshátíðina

Ian Rush er í guða tölu hjá stuðningsmönnum Liverpool.
Ian Rush er í guða tölu hjá stuðningsmönnum Liverpool. Reuters

Gamla kempan Ian Rush, sem gerði garðinn frægan með Liverpool á árum áður, verður heiðursgestur Liverpool-klúbbsins á Íslandi, sem halda mun árshátíð sína aðra helgi.

Rush er markahæsti leikmaður Liverpool frá upphafi og verður í góðu yfirlæti stuðningsmanna Liverpool á Íslandi, en félagsskapurinn fagnar nú 15 ára afmæli sínu. Áhugasömum er bent á heimasíðuna liverpool.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka