Liverpool og Chelsea mætast í Meistaradeildinni

Frank Lampard og Jamie Carragher í baráttu.
Frank Lampard og Jamie Carragher í baráttu. Reuters

Nú rétt í þessu var dregið til átta liða úrslitanna í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Enn einn ganginn drógust Liverpool og Chelsea saman. Manchester United mætir Porto, Arsenal leikur við Villareal og Barcelona við Bayern München.

Þetta er fimmta árið í röð sem Liverpool og Chelsea mætast í Meistaradeildinni en á síðustu leiktíð hafði Chelsea betur í undanúrslitunum gegn Liverpool en beið lægri hlut fyrir Manchester United í úrslitaleiknum.

Evrópumeistarar Manchester United fá gott tækifæri til að hefna ófaranna gegn Porto. Liðin áttust við í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir fimm árum þar sem Porto fór með sigur af hólmi undir stjórn Jose Mourinho og Porto fór reyndar alla leið og varð Evrópumeistari.

Drátturinn í 8-liða úrslitunum er þessi:
Villareal - Arsenal
Manchester United - Porto
Liverpool - Chelsea
Barcelona - Bayern München

Leikirnir fara fram 7./8. apríl og 14./15. apríl

Þá var dregið til undanúrslitanna:
Man Utd/Porto - Villareal/Arsenal
Barcelona/Bayern München - Liverpool/Chelsea
Leikirnir fara fram 28./29.apríl og 5./6. maí

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert