Arsenal vann góðan útisigur á Newcastle í dag, 3:1 og styrkti stöðu sína í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Leikurinn var í járnum framan af, en síðan sigu lærisveinar Arsené Wenger framúr.
Mörk Arsenal gerði Nicklas Bentner á 58. mínútu, Abu Diaby á 64. mínútu og samir Nasri á 67. mínútu. Obafemi Martins gerði mark Newcastle á 58. mínútu, en hafði misnotað vítaspyrnu á 22. mínútu.
Arsenal er því eitt í fjórða sæti með 55 stig, en Aston Villa getur komast að hlið Arsenal með sigri á Liverpool á morgun.
Newcastle er hinsvegar í bullandi fallbáráttu, í 18 sæti með aðeins 29 stig.
67. Samir Nasri skorar eftir sendingu rá Persie. Michael Owen er kominn inná hjá Newcastle.
64. Abu Diaby með þríhyrningaspil og þrumar boltanum í þaknetið frá vítateig. Glæsilegt mark Arsenal.
58. Niclas Bentner skorar með skalla eftir aukaspyrnu fyrir Arsenal, en Obafemi Martins jafnar aðeins 30 sekúndum síðar. 1:1.
22. Obafemi Martins lætur Almunia verja frá sé vítaspyrnu, eftir að markvörðurinn hafði brotið af sér.
Byrjunarliðin eru eftirfarandi:
Newcastle- Steve Harper, Steven Taylor, Fabricio Coluccini, Sebastien BAssong, Jose Enrique, Ryan Taylor, Nicky Butt, Kevin Nolan, Damien Duff, Peter Lovenkrands, Obafemi Martins.
Arsenal- Manuel Almunia, Bacary Sagna, William Gallas, Kolo Toure, Gael Clichy, Andrei Arshavin, Denilson, Abou Diaby, Samir Nasri, Robin Van Persie, Nicklas Bendtner.