Ferguson: Nú fer Benítez að eyða

Alex Ferguson segir Rafael Benítez hafa aðra hugmyndafræði í fótboltanum …
Alex Ferguson segir Rafael Benítez hafa aðra hugmyndafræði í fótboltanum en hann sjálfur. Reuters

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, spáir því að fyrst Rafael Benítez sé búinn að skrifa undir fimm ára samning við Liverpool muni hann taka til við að eyða peningum í leikmenn svo um muni.

„Nú held ég að við munum sjá Rafa fara á eyðslufyllirí. Það er talað um kreppu um þessa mundir en ég býst ekki við neinni kreppu hjá Liverpool á þessu ári," sagði Ferguson og taldi fullyrðingar Benítez um að United hefði eytt mun meiru í leikmenn en Liverpool undanfarin ár stæðust ekki.

„Samkvæmt okkar tölum hefur hann eytt 24 milljónum pundum meira en við í leikmenn síðustu fimm árin. Á þeim tíma höfum við keypt 18 leikmenn og átta þeirra hafa verið táningar. Okkar markmið er að þróa unga leikmenn og þannig verður það alltaf hjá þessu félagi. Önnur félög hafa aðrar aðferðir og það er ljóst að Rafa er með aðra hugmyndafræði en ég. En það er eitt af því sem gerir fótboltann frábæran, menn nota mismunandi aðferðir," sagði Ferguson sem fer með lið sitt til London í dag og leikur gegn Fulham á Craven Cottage. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka