ÍBV sigraði Víking Ó. í Lengjubikarnum

Úr leik ÍBV og Stjörnunnar í sumar.
Úr leik ÍBV og Stjörnunnar í sumar. Morgunblaðið/ Sverrir

Eyjamenn unnu góðan sigur á Víkingi frá Ólafsvík í fjórða riðli A-deildar Lengjubikarsins í dag, en leikið var á Akranesi. Sigurmarkið kom í uppbótartíma.

Jafnræði var með liðunum allan leikinn, mikið um miðjumoð, en engin spjöld fóru þó á loft.

Sigurmarkið kom þegar rúmar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma, sending frá vinstri og Anton Bjarnason skallaði knöttinn í markið.

Eyjamenn hafa því unnið tvo leiki í röð, unnu ÍA í gær 3:1 og eru með sex stig í þriðja sæti riðilsins, meðan Víkingur Ó. er í næstneðsta sæti með eitt stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert