Viðræður við Kuyt og Agger

Dirk Kuyt hefur setið á spjalli við Rafael Benítez.
Dirk Kuyt hefur setið á spjalli við Rafael Benítez. Reuters

Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, staðfesti í dag að viðræður væru hafnar við þá Dirk Kuyt og Daniel Agger um að framlengja samninga sína við félagið.

„Ég ræddi við Kuyt í gær og það var mjög jákvætt samtal. Ég hef fulla trú á að hann verði áfram hjá okkur því það er hans ósk. Viðræður mínar við Agger hafa líka verið mjög jákvæðar. Hann veit hver mín hugmyndafræði er og veit að þegar hann er heill heilsu stendur hann jafnfætis öðrum baráttu um sæti í liðinu," sagði Benítez við dagblaðið The Daily Star í dag.

Liverpool tekur á móti Aston Villa klukkan 16 í dag og getur með sigri minnkað forskot Manchester United í úrvalsdeildinni niður í eitt stig en báðir helstu keppinautarnir, United og Chelsea, töpuðu sínum leikjum í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert