Benítez ætlar að vinna rest

Rafa Benítez og Fernando Torres hjá Liverpool.
Rafa Benítez og Fernando Torres hjá Liverpool. Reuters

Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir lið sitt þurfa að vinna alla átta leikina sem eftir eru í ensku úrvalsdeildinni, ætli liðið sér að vinna Englandsmeistaratitilinn. Liðið er nú aðeins einu stigi frá toppliði Manchester United, sem á þó einn leik til góða.

„Hvað titilbaráttuna varðar, verðum við að skila okkar vinnu. Við getum ekki haft áhyggjur af því hvað Man. Utd er að gera. Ef þeir gera mistök, verðum við að vera á tánum og vinna leiki. Við erum að spila vel og þeir vita af því. Það eru átta leikir eftir og allir þurfa að vinnast, hver leikur er eins og bikarúrslitaleikur,“ sagði Benítez.

Liverpool liðið er á miklu skriði þessa stundina, hefur lagt Real Madrid, Manchester United og Aston Villa sannfærandi í síðustu leikjum og virðast til alls líklegir, meðan Manchester-vélin virðist vera að hiksta, hefur tapað tveimur í röð, sem er ekki algengt á þeim bænum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert