Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest að Wayne Rooney framherji Manchester United fái ekki frekari refsingu fyrir að bregðast illa við rauða spjaldinu sem hann fékk að líta á í leik Manchester United og Fulham í fyrradag.
Rooney var sendur af velli fyrir að næla sér í tvö gul spjöld en á leiðinni útaf vellinum lét hann Phil Dowd dómara heyra og sló í hornfánann en þessi framkoma hans mun ekki draga dilk á eftir sér að sögn talsmanns enska knattspyrnusambandsins. Hins vegar var Rooney sent bréf frá aganefndinni þar sem hann fékk viðvörun og er minntur á að halda sig á mottunni.
Rooney tekur því aðeins út eins leiks bann og missir hann af leik sinna manna gegn Aston Villa á Old Trafford þann 5. apríl.