Guðjón Þórðarson: Þetta var bónus

Guðjón Þórðarson.
Guðjón Þórðarson. Ljósmynd/The Sentinel

Guðjón Þórðarson knattspyrnustjóri Crewe var afar ósáttur við frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleik gegn MK Dons í kvöld en að sama skapi hrósaði hann sínum mönnum fyrir hetjulega baráttu en eftir að hafa lent 2:0 undir snemma leiks náði Crewe 2:2 jöfnu.

,,Við byrjuðum leikinn afar illa og gáfum þeim tvö mörk. En enn og aftur sýndu mínir menn mikinn karakter og baráttu og okkur tókst að fá eitthvað út úr leiknum. Þegar þú spilar við jafngott og vel skipulagt lið og MK Dons er þá hefur þú alls ekki efni á að því að gefa mörk í forskot. Ég vil ekki fara nánar út í hvað ég sagði við strákana í leikhléi en ég sagði þeim að við ættum enn möguleika og þriðja markið í leiknum yrði að vera okkar,“ sagði Guðjón á vef Crewe en Gylfi Þór Sigurðsson tryggði liðinu annað stigið með marki úr vítaspyrnu.

,,Gylfi var sallarólegur þegar hann tók vítið. Fyrir leikinn reiknaði ég ekki með því að fá stig hér og því var þetta bónus.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert