Ledley King, fyrirliði Tottenham, er farinn úr æfingabúðum enska landsliðsins í knattspyrnu og mun ekki taka þátt í landsleiknum gegn Slóvakíu á laugardag eða HM-leiknum gegn Úkraínu í næstu viku.
Valið á King í hópinn vakti mikla athygli en vegna hnjámeiðsla æfir hann ekkert með Tottenham og spilar bara leikina. Hann gekkst undir skoðun hjá læknahópi enska landsliðsins í morgun og niðurstaðan úr því var að hann myndi ekki taka þátt í æfingum liðsins.
„Báðir aðilar voru sammála um að það væri leikmanninum fyrir bestu að hann héldi áfram í sinni einkaþjálfun hjá sínu félagi," sagði í yfirlýsingu sem enska knattspyrnusambandið sendi frá sér fyrir stuttu.