Hljómlistamaðurinn Sir Elton John hefur ákveðið að taka aftur við embætti sem heiðursforseti enska knattspyrnuliðsins Waftord til lífstíðar en hann sagði sig frá embættinu í nóvember síðastliðiðinn.
,,Watford er í blóði mínu. Hvar sem ég er staddur í heiminum þá get ég ekki staðist þess að fá fréttir af Watford,“ segir Sir Elton John á vef félagsins.
Það verða því endurfundir hjá Sir Elton John og hans vini hans, Graham Taylor, sem tók sæti í stjórninni í janúar en Taylor var knattspyrnustjóri liðsins þegar Elton John var stjórnarformaður Watford á áttunda áratugnum og aftur á tíunda áratugnum.