Benítez segir Gerrard leikmann ársins

Gerrard hefur verið heitur í vetur.
Gerrard hefur verið heitur í vetur. Reuters

Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að leikmaður liðsins, Steven Gerrard, eigi skilið að vera kosinn besti leikmaður deildarinnar í ár af samtökum knattspyrnumanna, en þeir Ryan Giggs og Nemanja Vidic hjá Manchester United eru sagðir líklegir handahafar einnig.

„Hann fengi mitt atkvæði. Fyrir mér er Steven einn besti leikmaður heims. Það er erfitt að segja einhvern einn bestan, en hann er tvímælalaust einn af þeim. Hann er enn að læra og getur enn orðið betri og það er mjög jákvætt,“ sagði Benítez.

Gerrard hefur skorað 21 mark í vetur fyrir Liverpool sem er í öðru sæti deildarinnar, einu stigi minna en Manchester United.

Ryan Giggs er sagður líklegur einnig til að hljóta útnefninguna, en hann hefur aldrei hlotið nafnbótina á annars afar glæstum ferli. Þá hefur Vidic átt frábært tímabil, ef undanskilin er einn leikur, gegn Liverpool á dögunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert