Hermann vill vera áfram hjá Portsmouth

Hermann Hreiðarsson.
Hermann Hreiðarsson. Reuters

,,ÉG hef svona aðeins rætt við forráðamenn liðsins en þeir gefa engin svör fyrr en í lok apríl þegar þeir sjá hvernig þetta fer hjá liðinu. Vonandi verðum við búnir að tryggja tilverurétt okkar í deildinni,“ sagði Hermann Hreiðarsson, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Portsmouth, í samtali við Morgunblaðið þegar hann var spurður um framhald sitt hjá félaginu en samningur Hermanns við Portsmouth rennur út í sumar.

Ert þú tilbúinn að vera áfram hjá Portsmouth ef þið haldið ykkur uppi?

,,Já, það er engin spurning. Það er búið að vera mjög gaman síðan ég fékk tækifærið á nýjan leik og ég er ánægður ólíkt því sem var þegar ég var úti í kuldanum. Það hefur verið mikil stígandi í liðinu undanfarnar vikur en þetta er hvergi nærri búið. Við erum enn í bullandi fallbaráttu en næstu þrír leikir eru ákaflega mikilvægir sem eru á móti Hull, WBA og Bolton. Þetta eru allt sex stiga leikir og geta ráðið miklu um framhaldið,“ sagði Hermann en Portsmouth er sem stendur í 15. sæti, er þremur stigum frá fallsæti og á að auki leik til góða.

Toppbaráttan er orðin spennandi aftur en við hverju býst Hermann í þeirri baráttu? ,,Þetta er algjörlega í höndunum á Manchester United ennþá og ég hef trú á því að liðið rífi sig upp og standi uppi sem meistari í vor.“


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert