Adeabyor: Ekki í titilbaráttunni vegna allra meiðslanna

Emmanuel Adebayor leikur á Leighton Baines í viðureign Arsenal og …
Emmanuel Adebayor leikur á Leighton Baines í viðureign Arsenal og Everton. Reuters

Emmanuel Adebayor framherji Arsenal segir að ástæðan fyrir því að liðið sé ekki í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn séu þau gríðarlegu meiðsli sem herjað hafa á leikmenn liðsins. Adebayor, sem tryggði Tógó sigur á Kamerún í undankeppni HM í fyrrakvöld, segist ætla að halda kyrru fyrir hjá Arsenal en AC Milan er líkt og í fyrra staðráðið í að krækja í leikmanninn.

,,Flestir af leikmönnum liðsins hafa verið meiddir. Við misstum Eduardo í nokkra mánuði, Tomas Rosicky hefur verið frá í um eitt ár, Theo Walcott í 34 mánuði, Cesc Fabregas í næstum hálft ár og þá hef ég verið töluvert frá vegna meiðsla,“ segir Adebayor.

,,Ég held að ef Manchester United væri ekki í þeirri stöðu sem það er í ef það hefði verið án Ronaldo, Rooney, Giggs og Berbatov. Þegar við munum endurheimta okkar menn úr meiðslunum þá eigum svo sannarlega möguleika á að vinna eitthvað,“ segir Tógómaðurinn.

Arsenal er í baráttu um titil á tvennum vígstöðvum. Liðið er í undanúrslitum í bikarkeppninni þar sem það mætir Chelsea og er í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar þar sem liðið etur kappi við Villareal.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert