Kuyt líka lengur hjá Liverpool

Dirk Kuyt hefur reynst Liverpool góður liðsstyrkur.
Dirk Kuyt hefur reynst Liverpool góður liðsstyrkur. Reuters

Dirk Kuyt, hollenski sóknarmaðurinn hjá Liverpool, hefur farið að fordæmi fyrirliða liðsins, Stevens Gerrards, og framlengt samning sinn við félagið um tvö ár. Hann er nú samningsbundinn því til 2012.

„Þetta er enn ein góða fréttin fyrir félagið. Dirk átti eitt ár eftir af samningi sínum við félagið og við vorum spenntir fyrir því að hafa hann lengur. Hann er mjög hæfileikaríkur leikmðaur sem er mikilvægur hlekkur í framtíðarplönum okkar," sagði Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool á vef félagsins í dag.

„Það að við skulum tilkynna um nýja samninga við Steven og Dirk á sama deginum sýnir hve hart menn leggja að sér og hve hratt félagið sækir á brattann," sagði Benítez ennfremur.

Kuyt er 28 ára gamall og kom til Liverpool frá Feyenoord sumarið 2006 fyrir 10 milljónir punda. Hann kom til félagsins sem framherji en hefur mest verið notaður á hægri kantinum og í vetur hefur hann gert 10 mörk í 41 leik með liðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert