Manchester United leikur án margra lykilleikmanna þegar liðið tekur á móti Aston Villa í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en hann hefst kl. 15.00 á Old Trafford.
Í liðið vantar m.a. þá Rio Ferdinand, Nemanja Vidic, Paul Scholes, Dimitar Berbatov, Wes Brown og Wayne Rooney en í miðvarðarstöðunum leika John O'Shea og Johnny Evans. Eini varamaðurinn með einhverja reynslu er Park Ji-sung. Liðin eru þannig skipuð í dag:
Man Utd: Van der Sar, Neville, O'Shea, Evans, Evra, Nani, Carrick, Fletcher, Ronaldo, Giggs, Tévez.
Varamenn: Foster, Park, Welbeck, Gibson, Martin, Macheda, Eckersley.
Aston Villa: Friedel, Luke Young, Cuellar, Davies, Shorey, Milner, Petrov, Barry, Ashley Young, Carew, Agbonlahor.
Varamenn: Guzan, Delfouneso, Knight, Salifou, Reo-Coker, Gardner, Albrighton.
Dómari leiksins í dag er Íslandsvinurinn Mike Riley.