Van Persie ekki með Arsenal

Robin Van Persie verður fjarri góðu gamni með Arsenal annað …
Robin Van Persie verður fjarri góðu gamni með Arsenal annað kvöld. Reuters

Robin van Persie getur ekki leikið með Arsenal gegn Villareal þegar liðin mætast í fyrri viðureigninni í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Estadio El Madrigal vellinum í Villareal annað kvöld. Van Persie hefur ekki náð að jafna sig af nárameiðslum sem hann varð fyrir í leik með hollenska landsliðinu á dögunum.

Van Persie er markahæsti leikmaður Arsenal á tímabilinu með 16 mörk og hann átti stóran þátt í að tryggja sínum mönnum farseðilinn í átta liða úrslitin með því að skora eina mark leiksins í 1:0 sigri á Roma. Í seinni leiknum hafði Arsenal svo betur í vítaspyrnukeppni.

Samir Nasri og Theo Walcott hafa hins vegar jafnað sig af meiðslum og eru klárir í slaginn en fyrir á sjúkralistanum eru Eduardo, Abou Diaby og Tomas Rosicky og verður enginn þeirra með gegn Villareal.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert