Alex Ferguson: Skortur á einbeitingu

Gary Neville er niðurlútur á meðan leikmenn Porto fagna jöfnunarmarki …
Gary Neville er niðurlútur á meðan leikmenn Porto fagna jöfnunarmarki sínu. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United var ekki glaður eftir leik sinna manna gegn Porto í kvöld en liðin skildu jöfn, 2:2, á Old Trafford í fyrri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

,,Úrslitin voru sanngjörn að mínu mati. Í fyrri hálfleik var Porto betra liðið en í seinni hálfleik náðum við betri tökum á leiknum. En að fá sig markið undir lokin og hvernig það kom var afar dapurt. Við áttum að verjast því og ég held að mína menn hafi skort einbeitingu. Við eigum leik á laugardaginn og það er enn að miklu að keppa fyrir okkur en víst er að þetta var erfiður leikur,“ sagði Ferguson við ITV sjónvarpsstöðina.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert