Ferguson: Má ekki vanmeta Porto

Alex Ferguson ræðir við þjálfarann Rene Meulensteen á æfingu Man.Utd …
Alex Ferguson ræðir við þjálfarann Rene Meulensteen á æfingu Man.Utd í gær. Reuters

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur varað leikmenn sína við því að vanmeta portúgalska liðið Porto fyrir viðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu sem fram fer á Old Trafford í kvöld.

Þetta er fyrri leikur liðanna í átta liða úrslitum keppninnar og United freistar þess að hefna harma sinna frá vorinu 2004 þegar Porto sló United útúr keppninni og varð síðan Evrópumeistari undir stjórn Josés Mourinhos.

„Það væri heimskulegt að halda að þetta verði auðveld viðureign. Lið sem eru vön sigurgöngu á heimaslóðum leika ávallt af miklu sjálfstrausti. Við munum koma með miklum krafti í leikinn til þess að knýja fram þau úrslit sem við tefnum að. Porto er með marga Suður-Ameríkumenn í sínu liði og er þar með afar líkamlega sterkt. Porto sannaði með sigrinum á Atlético Madrid í síðustu umferð að liðið er ekki auðsigrað. Hvað okkur varðar er ekki í myndinni að vera værrukærir fyrir þennan leik," sagði Ferguson við BBC í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert