Ítalska unglingahetjan hjá Manchester United, Federico Macheda, sem skoraði sigurmarkið gegn Aston Villa um helgina, byrjar á bekknum í leik liðsins gegn Porto í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld og gæti því leikið sinn fyrsta leik í keppninni.
„Hann verður á bekknum. Wayne Rooney er kominn aftur, sem er bónus fyrir okkur. En það er erfitt að ganga framhjá Macheda, ekki satt? Ég spyr mig ávallt þegar ungur leikmaður kemur upp í aðalliðið, hvort hann hafi rétta hugarfarið. Og fyrir framan 76.000 áhorfendur, setti ég mikla ábyrgð á herðar hans gegn Aston Villa. En við vorum vissir um hvað hann gæti. Hann er mjög ungur, verðu ekki 18 ára fyrr en í ágúst. Og hann er eins og allir ungir menn, hann vill lesa um sig á síðum blaðanna. En „Kiko“ hefur rétta hugarfarið til að takast á við slíkt,“ sagði Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United.
Leikur Man Utd og Porto fer fram á Old Trafford í kvöld og hefst leikurinn klukkan 18.45.