Florent Malouda, sem hefur átt misjöfnu gengi að fagna með liði Chelsea, segir að liðsfélagi sinn, Frank Lampard sé besti miðvallarleikmaður Englands, en ekki Steven Gerrard, leikmaður Liverpool. Chelsea mætir Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á morgun.
„Hver er besti miðjumaðurinn í deildinni? Að mínu mati, Frank Lampard. Ég myndi aldrei segja að það væri Gerrard. Frank er svo sérstakur því hann er alltaf með einbeitninguna á mark andstæðingsins. Hann er alltaf að, og er fullur af orku. En hans leikur snýst ekki aðeins um að skora mörk, þó svo hann geri mikið af mörkum,“ sagði Malouda og ljóst að sálfræðistríðið er í fullum gangi milli liðanna fyrir leikinn á morgun.
Til samanburðargamans má geta, að Lampard hefur leikið 278 leiki fyrir Chelsea og skorað í þeim 82 mörk. Þá hefur hann unnið sex titla með liðinu.
Gerrard hefur leikið 328 leiki fyrir Liverpool, skorað 68 mörk og unnið 10 titla með liðinu.