Hiddink lofar sóknarbolta

Hiddink hyggur á sóknarleik í kvöld og má því búast …
Hiddink hyggur á sóknarleik í kvöld og má því búast við spennandi leik. Reuters

Guus Hiddink, knattspyrnustjóri Chelsea, segir lið sitt muni spila sóknarbolta í kvöld, þegar liðið mætir Liverpool í fyrri umferð 8-liða úrslita Meistaradeildarinnar, en leikið er á Anfield Road, heimavelli Liverpool.

„Við munum ekki sitja aftarlega og bíða eftir að Liverpool yfirbugi okkur. Það er ekki rétta leiðin til að spila fótbolta. Það er ekki mín hugmyndafræði, né liðsins. Hvað sem gerist, munum við reyna að ná frumkvæðinu. Af þeim liðum sem skora á útivöllum í keppninni, ná 70% þeirra í næstu umferð. Ef þú skorar í útileiknum, er það alltaf áfall fyrir heimaliðið,“ sagði Hiddink.

Leikurinn hefst klukkan 18.45.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert