Ferguson mælir með Mourinho

Sir Alex Ferguson er ekki orðinn saddur ennþá og vill …
Sir Alex Ferguson er ekki orðinn saddur ennþá og vill fleiri titla áður en hann hættir. Reuters

Alex Fergu­son, knatt­spyrn­u­stjóri Manchester United, seg­ir að það sé sem bet­ur fer ekki sitt vanda­mál að finna eft­ir­mann sinn en gef­ur til kynna að hann hefði ekk­ert á móti því að José Mour­in­ho tæki við liðinu þegar þar að kem­ur.

Fergu­son hef­ur gefið í skyn að næsta vor, 2010, verði lík­lega kom­inn tími til að setj­ast í helg­an stein en hann hef­ur þó ekk­ert staðfest í þeim efn­um og tal­ar líka um að stjórna liðinu í tvö til þrjú ár enn. Mour­in­ho, sem nú stýr­ir Ítal­íu­meist­ur­um In­ter Mílanó, hef­ur verið nefnd­ur til sög­unn­ar sem mögu­leg­ur eft­ir­maður hans, sem og þeir Dav­id Moyes hjá Evert­on og Mart­in O'­Neill hjá Ast­on Villa.

„Ég er feg­inn að þurfa ekki að taka þessa ákvörðun en hver sem það verður, þarf að vera reynd­ur. Manchester United er mikið fé­lag, allt annað og stærra en fé­lagið sem ég tók við árið 1986. Ég kann mjög vel við José Mour­in­ho, hann er fínn ná­ungi og við erum mikl­ir mát­ar," sagði Fergu­son í viðtali við sjón­varps­stöðina CNN.

„Fólk gleym­ir því hins­veg­ar hversu hratt hlut­irn­ir breyt­ast í fót­bolt­an­um og starf knatt­spyrn­u­stjóra er brot­hætt. Maður get­ur verið best­ur í heimi eina stund­ina en tveim­ur tap­leikj­um síðar ertu sá versti. Von­andi verð ég hér í tvö til þrjú ár enn og það veit eng­inn hvað ger­ist á meðan. Það er úti­lokað að velta fyr­ir sér á þess­ari stundu hvort það verði José Mour­in­ho, Arsene Wenger, eða ein­hver allt ann­ar," sagði Fergu­son, sem er 67 ára gam­all og hef­ur stjórnað Manchester United í ríf­lega þriðjung æv­inn­ar.

Í viðtal­inu sagði hann enn­frem­ur að það væri sín heit­asta ósk að færa Manchester United tvo Evr­ópu­meist­ara­titla í viðbót áður en hann sett­ist í helg­an stein. Það væru þeir titl­ar sem ættu að vera fleiri í safni fé­lags­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert