,,Við fengum það sem við verðskulduðum," sagði Guðjón Þórðarson knattspyrnustjóri Crewe eftir markalaust jafntefli sinna manna gegn Hartlepool í ensku 2. deildinni í knattspyrnu í dag.
,,Við þurfum að sýna meiri árásargirni og nýta færin okkar. Það leit út fyrir að sumir leikmanna minna væru hikandi í leiknum og biðu eftir því að eitthvað gerðist í stað þess að láta til skarar skríða. Það er áhyggjuefni hversu okkur gengur illa að skora. Það vantar ekki upp á að menn leggi sig fram og eru duglegir en við verðum að skora mörk,“ segir Guðjón á heimasíðu Crewe.
Lærisveinar Guðjóns eru í 20. sæti deildarinnar með 45 stig og eru þremur stigum frá fallsæti en fjögur neðstu liðin falla beint úr deildinni. Crewe á erfiðan leik fyrir höndum á mánudaginn en þá sækir það Oldham heim sem er í 9. sæti deildarinnar.