Kemst Liverpool í toppsætið?

Leikmenn Liverpool fagna með tilþrifum sigurmarki Yossi Benayoun gegn Fulham …
Leikmenn Liverpool fagna með tilþrifum sigurmarki Yossi Benayoun gegn Fulham um síðustu helgi. Reuters

Átta leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Toppliðin fjögur verða öll í eldlínunni og þar sem Liverpool stígur fyrst þeirra fram á sviðið getur það skotist í toppsæti deildarinnar, alla vega um stundarsakir.

Manchester United hefur 68 stig í efsta sæti á leik til góða, Liverpool hefur 67, Chelsea 64 og Arsenal er í fjórða sætinu með 58 stig.

Liverpool mætir Blackburn í hádegisleiknum og með sigri nær það að komast upp fyrir United líkt og það gerði um síðustu helgi með sigri á Fulham en United endurheimti svo toppsætið daginn eftir með því að leggja Aston Villa að velli.

Leikir dagsins:

11.45 Liverpool - Blackburn
14.00 Chelsea - Bolton
14.00 Middlesbrough - Hull
14.00 Portsmouth - WBA
14.00 Sunderland - Man Utd
14.00 Wigan - Arsenal
14.00 Tottenham - West Ham
16.30 Stoke - Newcastle

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert