Macheda hetja United annan leikinn í röð

Federico Macheda fagnar sigurmarki sínu ásamt Wayne Rooney.
Federico Macheda fagnar sigurmarki sínu ásamt Wayne Rooney. Reuters

Ítalski táningurinn Federico Macheda skaut Manchester United í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar og það aðra helgina í röð þegar United marði Sunderland, 2:1, á Leikvangi ljóssins. Macheda hafði aðeins verið inná í 46 sekúndur þegar hann skoraði sigurmarkið stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Chelsea hafði betur gegn Bolton í ótrúlegum leik en eftir að hafa komist í 4:0 slakaði Chelsea á og á átta mínútna kafla skoraði Bolton þrjú mörk og minnstu mátti muna að liðinu tækist að jafna metin.

Arsenal lendir undir í fyrri hálfleik á móti Wigan en strákarnir hans Arsene Wenger komu sterkir til leiks í seinni hálfleik og skoruðu fjögur mörk.

Sjá allt um leiki dagsins hér að neðan:

Sunderland - Manchester United 1:2

75. Federico Macheda nýkominn inná í liði United kemur meisturunum yfir. Ítalinn náði að stýra skoti Carricks í netið. Macheda hafði verið inná í aðeins 46 sekúndur áður en hann skoraði.

68. Cristiano Ronaldo er kominn inná fyrir Park.

55. Kenwyne Jones hefur jafnað metin fyrir heimamenn. Ben Foster náði ekki til boltans eftir fyrirgjöf en það gerði Jones sem renndi knettinum af öryggi í netið.

40. Boltinn hafnar í markstönginni hjá United en eftir skot hafði boltinn viðkomu í Evans og fór í stöninga.

37. Djibril Cisse á ágæta tilraun en Ben Foster er vel á verði. Andartaki síðar fékk Rooney að líta gula spjaldið fyrir að verja skot með hendi.

18. Paul Scholes er búinn að koma United yfir með fallegu skallamarki eftir sendingu frá Wayne Rooney.

16. Danny Collins bjargar skalla frá Vidic eftir hornspyrnu á línu.

10. Gary Neville sem er með fyrirliðabandið hjá United í dag fær að líta gula spjaldið fyrir leikaraskap.

Cristiano Ronaldo hefur leik á bekknum hjá Manchester United sem og Patrice Evra og þá stendur Ben Foster á milli stanganna í stað Edwin van der Sar. Dimitar Berbatov er aftur kominn í lið United en hann hefur jafnað sig af meiðslum.

Chelsea - Bolton 4:3

79. Ótrúlegur leikur á Brúnni. Matthew Taylor hefur minnkað muninn í 4:3 og Bolton-menn hafa þar með skorað þrjú mörk á 9 mínútum.

74. Bolton menn eru ekki að baki dottnir en Chris Basham var að minnka muninn í 4:2.

70. Varnarmaðurinn Andy O'Brien hefur náð að minnka muninn fyrir Bolton.

68. Didier Drogba skorar sitt annað mark og kemur heimamönnum í 4:0.

60. Frank Lampard skorar úr vítaspyrnu sem dæmd var á Grétar Rafn og þar með er ljóst að Chelsea innbyrðir þrjú stig og hefur ekki gefið upp vonina um að hampa titlinum.

48. Didier Drogba er greinilega búinn að finna skotskóna en Fílbeinsstrendingurinn var að bæta við öðru marki við fyrir Lundúnaliðið.

40. Þjóðverjinn Michael Ballack er búinn að brjóta ísinn fyrir Chelsea en eftir að átt frekar erfitt uppdráttar fyrstu 25 mínúturnar hafa heimenn náð tökum á leiknum. Þetta er fyrsta mark Ballacks frá því í janúar.

Bolton hefur ekki tapað á Stamford Bridge síðan árið 2005.

Nicolas Anelka á bekknum í liði Chelsea og þá leysir John Obi Mikel Ghanamanninn Michael Essien af hólmi. Grétar Rafn Steinsson er á sínum stað í vörn Bolton.

Wigan - Arsenal 1:4

90. Song gulltryggir stórsigur Arsenal á Wigan með því að skora fjórða markið.

89. Rússinn Andrei Arshavin skorar þriðja mark Arsenal og er þar með að tryggja sigur Lundúnaliðsins.

71. Mikael Silvestre franski varnarmaðurinn er búinn að koma Arsenal.

61. Theo Walcott útherjinn knái hefur jafnað metin fyrir Arsenal. Þetta er fyrsta mark hans síðan í október en hann hefur verið mikið frá vegna meiðsla.

18. Egyptinn Mido hefur komið heimamönnum í Wigan yfir með viðstöðulausu skoti. Þetta er aðeins 7. mark Wigan á árinu 2009.

Robin Van Persie er á bekknum hjá Arsenal sem teflir fram Fabinski í markinu í stað Manuel Almunina sem er meiddur.

Aðrir leikir:

Portsmouth - WBA 2:2
Kaboul 33., Niko Kranjar 65. - Jonathan Greening 48., Chris Brunt 62.

Hermann Hreiðarsson er í byrjunarliði Portsmouth

Middlesbrough - Hull 3:1
Tuncay Sanli 3, Matthew Bates 29, Marlon King 90.. - Manucho 11.

Tottenham - West Ham 1:0
Roman Pavlyuchenko 65.

Grétar Rafn Steinsson í baráttu við Florent Malouda á Stamford …
Grétar Rafn Steinsson í baráttu við Florent Malouda á Stamford Bridge í dag. reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert