Crewe krækti í dýrmætt stig

Guðjón Þórðarson.
Guðjón Þórðarson. Ljósmynd/The Sentinel

Guðjón Þórðarson og lærsveinar hans í Crewe Alexandra kræktu í afar dýmætt stig í ensku 2. deildinni í knattspyrnu í dag þegar liðið gerði 1:1 jafntefli við Oldham á útivelli. Byron Moore jafnaði fyrir Crewe á 89. mínútu og með stiginu komst Crewe upp fyrir Carlisle í 19. sæti deildarinnar.

Gylfi Þór Sigurðsson lék allan tímann með Crewe sem er eins áður segir í 19. sæti, nú með 46 stig. Carlisle hefur 45 og fjögur neðstu liðin eru Northampton 42, Brighton 39, Chelstenham 35 og Hereford 33 en fjögur neðstu liðin falla úr deildinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert