Torres: Sigurinn á United veitir okkur sjálfstraust

Fernando Torres ræðir við John Terry í fyrri leiknum en …
Fernando Torres ræðir við John Terry í fyrri leiknum en Terry tekur út leikbann annað kvöld. Reuters

Fernando Torres framherji Liverpool segir að sigurinn gegn Manchester United á Old Trafford í síðasta mánuði ætti að veita liðinu sjálfstraust fyrir leikinn gegn Chelsea á Stamford Bridge annað kvöld. Þar bíður Liverpool erfitt verkefni því Chelsea hafði betur í fyrri leiknum á Anfield, 3:1, svo ljóst er Liverpool þarf að skora í það minnsta þrjú mörk á Brúnni til að eiga möguleika á að komast áfram.

,,Við höfum haldið sjálfstraustinu eftir Meistaradeildarleikinn og það var mjög mikilvægt fyrir stuðningsmenn okkar að vinna Blackburn á sannfærandi hátt,“ segir Torres á vef Liverpool en Spánverjinn snjalli skoraði tvö af mörkum Liverpool í 4:0 sigrinum á Blackburn.

,,Ég vona að okkur takist að skora þrjú mörk gegn Chelsea. Við vitum að það verður erfitt. Chelsea er með öflugt lið, en við höfum sjálfstraustið og við getum það og verðum að vinna. Við unnum Manchester United 4:1 á Old Trafford svo við vitum að þetta er hægt. Ég held að Chelsea spili til sigurs. Ef því tekst að skora eitt mark eða tvo er þetta búið svo liðið mun ekki bara verjast,“ segir Torres.


 

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert