Fimm frá Manchester United tilnefndir

Nemanja Vidic og Cristiano Ronaldo eru báðir tilefndir í kjöri …
Nemanja Vidic og Cristiano Ronaldo eru báðir tilefndir í kjöri knattspyrnumanns ársins. Reuters

Sex leikmenn hafa verið tilnefndir í kjöri knattspyrnumanns ársins á Englandi af Leikmannasamtökunum og koma fimm þeirra frá Englandsmeisturum Manchester United.

Leikmennirnir sem eru tilnefndir eru þessir:

Edwin van der Sar, Manchester United
Nemanja Vidic, Manchester United
Rio Ferdinand, Manchester United
Ryan Giggs, Manchester United
Cristiano Ronaldo, Manchester United
Steven Gerrard, Liverpool

Cristiano Ronaldo varð fyrir valinu í fyrra og einnig árið á undan en Portúgalinn sankaði að sér verðlaunum í fyrra enda var tímabilið hjá honum hreint magnað.

Eftirfarandi leikmenn eru tilefndir sem besti ungi leikmaðurinn: Jonny Evans (Manchester United), Rafael da Silva (Manchester United), Gabriel Agbonlahor (Aston Villa), Ashley Young (Aston Villa), Stephen Ireland (Manchester City), Aaron Lennon (Tottenham).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert