Ferguson: Vill fá sama anda og 1999

Alex Ferguson og Anderson á fréttamannafundi í Porto í gær.
Alex Ferguson og Anderson á fréttamannafundi í Porto í gær. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United vonast til að sá andi sem var í liðinu fyrir tíu árum verði til staðar í kvöld þegar liðið mætir Porto í síðari viðureign liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. United vann þá Juventus, 3:2, á útivelli eftir að hafa lent 2:0 undir og gert jafntefli í heimaleiknum.

,,Við höfum átt mörg góð Evrópukvöld en í ég held að leikurinn á móti Juventus standi upp úr. Eftir jafntefli á heimavelli gegn Juventus tókst okkur að vinna útileikinn og við vonum að það sama verði uppi á teningnum núna. Fyrir áratug voru margir af okkar bestu leikmönnum sem stigu upp og spiluðu sérlega vel,“ segir Ferguson.

,,Andrúmsloftið í Porto verður frábært. Völlurinn er góður, leikvangurinn glæsilegur og við erum að mæta góðu liði. Það eru því allar forsendur fyrir því að þetta verði frábært kvöld,“ segir Ferguson á vef Manchester United.

,,Porto var betri aðilinn í síðustu viku og liðið veitt okkur svo sannarlega harða keppni. Porto er afar gott og kröftugt lið og við erum meðvitaðir um að við eigum verk að vinna. Ég veit hversu opinn leikurinn verður. Það veltur á því hvernig Porto nálgast leikinn. Allavega þurfum við að skora.“







mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert