Harmleikurinn hefur drifið Gerrard áfram

Minningarathöfn stendur nú yfir í Liverpool.
Minningarathöfn stendur nú yfir í Liverpool. Reuters

Steven Gerrard fyrirliði Liverpool segir að minningin um frænda sinn sem lést í Hillsborough slysinu hörmulega fyrir 20 árum hafi hvatt sig áfram í gegnum ferilinn.

Gerrard var aðeins 9 ára gamall þegar 96 stuðningsmenn Liverpool létu lífið í Hillsborough slysinu í Sheffield þann 15. apríl 1989 og þeirra á meðal var hinn 10 ára gamli Jon-Paul Gilhooley, frændi Gerrards, sem varð yngsta fórnarlamb þessa hörmulega slyss.

,,Ég fékk mikið áfall og var í mikilli sorg þegar ég fylgdist með þessum atburði í sjónvarpinu og heyrði um hann í útvarpinu. Þegar ég fór í rúmið um kvöldið þá bað ég til guðs að krosslagði fingur að þetta yrði ekki verra en við höfðum heyrt um. En því fyrir mig og fjölskyldu mína þá var bankað á dyrnar hjá okkur morguninn eftir og okkur sagt að fjölskyldumeðlimur hefði verið á leiknum og hefði látist,“ segir Steven Gerrard.

,,Það var auðvitað hrikalega erfitt til þess að vita að einn frændi þinn hefði verið á leiknum og hefði kramist til bana en að sjá viðbrögð mömmu, pabba og fjölskyldunnar hefur drifið mig áfram til að verða fótboltamaður. Við megum aldrei hætta að minnast þeirra 96 sem fórust og hugsa til þess fólks sem hefur átt um sárt að binda. Liverpool hefur síðan barist fyrir réttlæti og mun halda þeirri baráttu áfram. Þessi tími er liðinn en sárin munu aldrei gróa og stuðningsmennirnir munu aldrei gleyma þessu. “

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert