Hver á að stöðva Messi í Chelsea-liðinu?

Ashley Cole, sem hér á í höggi við Steven Gerrard, …
Ashley Cole, sem hér á í höggi við Steven Gerrard, tekur út leikbann í fyrri leiknum gegn Barcelona. Reuters

Ashley Cole vinstri bakvörður Chelsea-liðsins verður í leikbanni í fyrri leik Chelsea og Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar sem fram fer á Nou Camp. Guus Hiddink knattspyrnustjóri Chelsea viðurkennir að fjarvera Cole verður ákveðinn höfuðverkur fyrir sig að leysa.

Cole er eini vinstri bakvörðurinn í Chelsea-liðinu sem er til staðar eftir að félagið ákvað að selja Wayne Bridge til Manchester City í janúar og Paulo Ferreira er frá út tímabilið vegna hnémeiðsla. Hiddink leitar því að réttum manni til að fylla skarð Cole en sá leikmaður fær það erfiða hlutskipti að reyna að halda aftur að Lionel Messi, markahæsta leikmanni Meistaradeildarinnar.

,,Vinstri bakvarðarstaðan gæti orðið vandamál en við höfum góða tíma til að hugsa hvernig við leysum það,“ sagði Guus Hiddink knattspyrnustjóri Chelsea eftir leikinn við Liverpool í gær.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert