Ilunga genginn í raðir West Ham

Herita Ilunga.
Herita Ilunga. Reuters

West Ham hefur gengið frá kaupum á Herita Ilunga frá franska liðinu Toulouse. Ilunga er 27 ára gamall varnarmaður sem kemur frá Kongó og hefur hann verið í láni hjá Íslendingaliðinu frá því í fyrrasumar.

Ilunga er nú samningsbundinn West Ham til ársins 2013 en forráðamenn West Ham hafa síðustu vikurnar verið iðnir við að framlengja samninga við leikmenn, ekki síst yngri leikmenn liðsins.

,,Ég er mjög ánægður að hafa gert samning við West Ham til frambúðar. Félagið hefur trú á mér og ég er þakklátur því að hafa veitt mér tækifæri að spila í ensku úrvalsdeildinni. Markmið mitt er að þroskast sem leikmaður hjá West Ham og vinna fyrir knattspyrnustjórann og hans starfslið. Ég er mjög ánægður með veruna hjá West Ham,“ segir Ilunga á vef West Ham.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert