Vill að Giggs verði valinn sá besti

Ryan Giggs.
Ryan Giggs. Reuters

Alan Hansen fyrrum fyrirliði Liverpool og einn af aðalsparkspekingum hjá breska ríkisútvarpinu, BBC, segist vilja sjá Ryan Giggs úr Manchester United verða fyrir valinu sem leikmaður ársins en Giggs er einn sex leikmanna sem hafa verið tilnefndir. Hinir fimm eru: Edwin van der Sar, Nemanja Vidc, Rio Ferdinand og Cristiano Ronaldo, allir úr United, ásamt Steven Gerrard, Liverpool.

,,Vandamálið við þessa viðurkenningu er að leikmenn velja í janúar sem gefur enga myndá öllu tímabilinu. Með réttu ætti menn að velja í lok tímabilsins en því miður er það ekki þannig í þessu val. Ef maður hugsar til baka í janúar þá kemur það ekki á óvart að leikmenn úr United eru fjölmennir listanum sem koma til greina,“ segir Alan Hansen.

,,Ég ég ætti að velja þá myndi Ryan Giggs verða fyrir valinu. Þetta kann að koma mörgum á óvart. Menn myndu reikna með því að ég veldi Nemanja Vidic eða Steven Gerrard en fyrir mér hefur Ryan átt frábært tímabil og hefur átt stóran þátt í velgengni United á þessu tímabili og í gegnum árin. Hann er mikill liðsmaður, er frábær sendiherra bæði fyrir félag sitt og íþróttina og ég yrði mjög lukkulegur ef hann fengi viðurkenningu sem leikmaður ársins,“ segir Hansen.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert