Arsenal - Man United fjórar rimmur á mánuði?

Knattspyrnustjórarnir Arsene Wenger og Sir Alex Ferguson eiga eftir að …
Knattspyrnustjórarnir Arsene Wenger og Sir Alex Ferguson eiga eftir að heilsast ótt og títt næstu vikurnar. Reuters

Möguleiki er á að Manchester United og Arsenal mætist fjórum sinnum á einum mánuði í þremur keppnum en eftir leiki gærkvöldsins í Meistaradeildinni er ljóst að þau eigast við í undanúrslitum.

Þann 29. apríl mætast Manchester United og Arsenal í fyrri undanúrslitaleiknum í Meistaradeildinni á Old Trafford. Þann 5. maí eigast við á Emirates Stadium í seinni undanúrslitaleiknum. 16. maí takast liðin á í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford og fjóra rimma liðanna gæti orðið þann 30. maí í úrslitum ensku bikarkeppninnar á Wembley.

Undanúrslitin í ensku bikarkeppninni verða um komandi helgi. Á laugardaginn mætir Arsenal liði Chelsea og á sunnudaginn leika Manchester United og Everton og fara báðirnir leikirnir fram á Wembley.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert