Fernando Torres, stjörnuframherji Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, segist gjarnan vilja spila á Ítalíu einn daginn, jafnvel þýsku Bundesligunni ef svo ber undir.
„Einn daginn gæti ég spilað fyrir stórlið eins og AC Milan eða Inter, þá gæti ég sagst hafa spilað í þremur bestu deildum heims; þeirri spænsku, ensku og ítölsku. Hver veit, einn daginn gæti ég jafnvel spilað í þýsku Bundesligunni. Ég vil þó vera hjá Liverpool í mörg ár í viðbót. Hér er ég heimakær og ég á enn eftir fjögur ár af samningi mínum við félagið. Félagið hefur komið vel fram við mig, líkt og Gerrard og Carragher. Ég vonast til að endurgjalda góðmennskuna með því að vinna enska meistaratitilinn, sem hefur vantað í safnið í öll þessi ár,“ sagði Torres.