Grátlegt tap hjá Guðjóni

Guðjón er vafalaust óánægður með úrslitin í dag.
Guðjón er vafalaust óánægður með úrslitin í dag. Reuters

Guðjón Þórðarson og lærisveinar hans í Crewe Alexandra, töpuðu í dag fyrir Cheltenham í ensku 2. deildinni í knattspyrnu, 1:2. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mark Crewe.

Cheltenham var í næstneðsta sæti deildarinnar fyrir leikinn í dag, með 35 stig. Eftir leikinn er Crewe því  í 20. sæti með 46 stig, einu stigi frá fallsæti.

Aron Gunnarsson og félagar í Coventry töpuðu fyrir Nottingham Forest á útivelli 0:1 og Wolves vann sigur á Heiðari Helgusyni og félögum hans í QPR 1:0, og unnu sér þar með sæti í úrvalsdeildinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert