Everton lagði Man.Utd í vítaspyrnukeppni

Tim Howard markvörður og Phil Jagielka stöðva Danny Welbeck sóknarmann …
Tim Howard markvörður og Phil Jagielka stöðva Danny Welbeck sóknarmann Man.Utd í leiknum í dag. Reuters

Það verða Everton og Chelsea sem mætast í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í vor því Everton lagði Englands- og Evrópumeistara Manchester United að velli í  vítaspyrnukeppni eftir markalaust jafntefli liðanna í framlengdum leik á Wembley í dag.

Tim Howard, markvörður Everton sem áður lék með Manchester United, var hetja sinna manna í dag því hann varði tvær fyrstu spyrnur meistaranna og lagði þar grunninn að sigrinum.

Fyrri hálfleikur var frekar tilþrifalítill uppvið mörkin og staðan 0:0 að honum loknum. Ekkert var heldur skorað í síðari hálfleiknum og þar með þurfti að grípa til framlengingar.

Hún var líka markalaus og þar með ekki annað eftir en að útkljá málin í vítaspyrnukeppni.

Vítaspyrnukeppnin:
0:0 Tim Cahill, Everton, skaut yfir mark Man.Utd í fyrstu spyrnu.
0:0 Tim Howard, Everton, varði frá Dimitar Berbatov.
---------
0:1 Leighton Baines, Everton, skoraði af öryggi.
0:1 Tim Howard, Everton, varði frá Rio Ferdinand
---------
0:2 Phil Neville, Everton, skoraði af öryggi.
1:2 Nemanja Vidic, Man.Utd, skaut í stöng og inn.
---------
1:3 James Vaughan, Everton, skoraði af öryggi.
2:3 Anderson, Man.Utd, skoraði af öryggi.
---------
2:4 Phil Jagielka, Everton, skoraði af öryggi og tryggði liði sínu sæti í úrslitaleik bikarkeppninnar.

Liðin voru þannig skipuð í dag:

Man Utd: Foster, Rafael Da Silva, Ferdinand, Vidic, Fabio Da Silva, Welbeck, Gibson, Anderson, Park, Tévez, Macheda.
Varamenn: Kuszczak, Neville, Evra, Berbatov, Nani, Scholes, Evans.

Everton: Howard, Hibbert, Jagielka, Lescott, Baines, Osman, Neville, Fellaini, Pienaar, Cahill, Saha.
Varamenn: Nash, Yobo, Castillo, Vaughan, Jacobsen, Rodwell, Gosling.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert