Höfnuðu Arsenal og Real Madrid

Fabio í bikarleiknum gegn Everton á sunnudaginn.
Fabio í bikarleiknum gegn Everton á sunnudaginn. Reuters

Tvíburabræðurnir og bakverðirnir Rafael og Fabio Da Silva sem spila með Manchester United, hafa greint frá því að þeir hafi hafnað því að ganga til liðs við Arsenal og Real Madrid þegar þeim bauðst það, þeir vildu frekar fara til Manchester.

„Arsenal hafði áhuga og við töluðum líka við Real Madrid. En við völdum United vegna þess að þeir leggja sig alla fram og allir þekkja þá,“ sagði Fabio.

„Ferguson hefur alltaf stutt okkur vel. Hann vill vita bæði hvernig þú ert sem leikmaður, en líka sem persóna. Rio Ferdinand er líka frábær. Hann hefur reynst okkur vel. Hann er mikill spaugari, sá mesti í liðinu,“ sagði Rafael, en þeir bræður segjast þó sakna heimalands síns, Brasilíu.

“Við söknum margs að heiman. Hitans, menningarinnar, fólksins, húmorsins, og spila fótbolta og blak á ströndinni. En þetta er samt þess virði, því við erum að spila í bestu deild í heimi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert