Manchester United náði þriggja stiga forskoti

Wayne Rooney kemur Manchester United yfir gegn Portsmouth.
Wayne Rooney kemur Manchester United yfir gegn Portsmouth. Reuetrs

Manchester United er komið með þriggja stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildinni og á þess leik til góða. United tók á móti Portsmouth og vann sannfærandi sigur, 2:0. Á Stamford Bridge gerðu Chelsea og Everton markalaust jafntefli.

Wayne Rooney skoraði fyrra mark United á 9. mínútu þegar hann skoraði af stuttu færi eftir góða fyrirgjöf frá Ryan Giggs og það var síðan Michael Carrick sem innsiglaði meistaranna þegar hann skoraði annað markið eftir stungusendingu frá Paul Scholes 10 mínútum fyrir leikslok.

Everton gerði góða ferð til Lundúna þar sem liðið náði markalausu jafntefli gegn Chelsea. Everton áttu í fullu tré við Chelsea og fékk nokkur góð færi, einkum í fyrri hálfleik. Minnstu munaði að Didier Drogba tryggði Chelsea sigur undir lokin en þrumufleygur hans small í þverslánni.

Manchester United hefur nú 74 stig í efsta sæti, Liverpool 71, Chelsea 68 og Arsenal er í fjórða sætinu með 62 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka