Liverpool í toppsætið

Diego Tristan og John Terry takast hér í viðureign West …
Diego Tristan og John Terry takast hér í viðureign West Ham og Chelsea. Reuters

Liverpool er komið í toppsætið í ensku úrvalsdeildinni eftir 3:1 útisigur á Hull í dag. Dirk Kuyt skoraði tvö marka Liverpool en Xabi Alonso skoraði fyrsta mark liðsins. Giovanni skoraði mark Hull sem lék manni færri síðasta hálftímann. Liverpool og Manchester United hafa 74 stig en United á tvo leiki til góða og mætir Tottenham klukkan 16.30.

Chelsea marði West Ham á Boylen Ground, 1:0, og skoraði Hollendingurinn Salomon Kalou sigurinn í seinni hálfleik. West Ham fékk gullið tækifæri til að jafna metin þegar liðið fékk vítaspyrnu en Petr Cech varði frá Mark Nobble.

Manchester City vann góðan útisigur á Everton, 2:1. Robinho og Stephen Ireland komu City í 2:0 en Dan Gosling náði að laga stöðuna fyrir heimamenn á lokamínútunni.


Úrslit í leikjunum:

Hull - Liverpool 1:3
Giovanni 73. - Xabi Alonso 44., Dirk Kuyt 63.

West Ham - Chelsea 0:1
Salomon Kalou 55.

Bolton - Aston Villa 1:1
Cohen 60 - Ashley Young 43.

Everton - Manhester City 1:2
Gosling 90. - Robinho 35, Stephen Ireland 54.

Fulham - Stoke 1:0
Erik Nevland 29.

WBA - Sunderland 3:0
Jonas Olson 40., Chris Brunt 58., Juan Carlos Menseguez 88.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert