Sex frá United í liði ársins

Nemanja Vidic og Rio Ferdinand eru báðir í liði ársins.
Nemanja Vidic og Rio Ferdinand eru báðir í liði ársins. reuters

Manchester United á sex leikmenn í liði ársins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, Liverpool tvo og Chelsea, Aston Villa og Portsmouth einn leikmann hvert en tilkynnt var um valið í kvöld samhliða vali á leikmanni ársins en þau verðlaun féllu Ryan Giggs í skaut.

Lið ársins er þannig skipað:

Markvörður: Edwin van der Sar (Man Utd)

Hægri bakvörður: Glen Johnson (Portsmouth)

Vinstri bakvörður: Patrice Evra (Man Utd)

Miðverðir: Rio Ferdinand (Man Utd), Nemanja Vidic (Man Utd)

Miðjumenn: Cristiano Ronaldo (Man Utd), Steven Gerrard (Liverpool),Ryan Giggs (Man Utd), Ashley Young (Aston Villa)

Framherjar: Nicolas Anelka (Chelsea), Fernando Torres (Liverpool).

Lið ársins í 1. deildinni er þannig skipað:

Keiren Westwood (Coventry), Kyle Naughton (Sheff Utd), Roger Johnson (Cardiff), Richard Stearman (Wolves), Daniel Fox (Coventry), Michael Kightly (Wolves), Stephen Hunt (Reading), Joe Ledley (Cardiff), Jordi Gomez (Swansea), Sylvan Ebanks-Blake (Wolves), Jason Scotland (Swansea).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert